Fréttir

7.8.2009

Fréttabréf umdæmisstjóra komið út á nýju sniði

Fyrsta fréttabréf nýs umdæmisstjóra er komið út. Það er á nýju sniði og sendist á netfang allra rótarýfélaga. Í því eru fréttir sem umdæmisstjóri hefur skráð á fréttasíðu sinni ásamt forsíðufrétt af vefsíðu umdæmissins. Fréttabréfið er með beina tenginu við heimasíðu umdæmisins og hægt er að smella á viðkomandi frétt og lesa hana alla á heimasíðunni.
Vonandi fellur þessi nýjung í góðan jarðveg og verða til þess að rótarýfélagar heimsæki heimasíðuna oftar.

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning