Fréttir
Nýr rótarýklúbbur á Hvammstanga?
Kynningarfundur haldin 31. mars nk.
Boðað hefur verið til kynningarfundar um stofnun rótarýklúbbs á Hvammstanga fimmtudaginn 31. mars nk. kl. 20.30 í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Er allt áhugafólk um starfsemi Rótarý boðið velkomið á fundinn.
Umdæmsistjóri, fulltrúi félagaþróunarnefndar og fulltrúi Rótarýklúbbs Borgarness mæta á fundinn og kynna stefnu og starfsemi Rótarý en undirbúningur að stofnun rótarýklúbbs á Hvammstanga er unnin í samstarfi við Unni Valborgu Hilmarsdóttur, fyrrum félaga í Rótarýklúbbnum Görðum sem nú býr á Hvammstanga. Boðað er til fundarins með auglýsingu í Sjónaukanum og í dreifibréfi ásamt kynningu á Facebook. Rótarýfélagar sem þekkja til á svæðinu eru hvattir til að hjálpa til við að kynna stofnun klúbbsins.