Fékk Paul Harris orðu
Guðmundur Steinar Jónsson Rkl. Hafnarfjarðar heiðraður
Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar heiðraði félaga klúbbsins Guðmund Steinar Jónsson fyrir stóran þátt hans í að gera byggingu á dagheimili fyri börn í Kimberley í S-Afríku mögulega.
Guðmundur og kona hans Gígja Jónatansdóttir hlupu undir bagga þegar kostnaður við verkefnið varð mun meira en áætlað var en verkefnið er samstarfsverkefni Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar, Rótarýklúbbs Reykjavíkur-Austurbær og Rótarýklúbbsins í Kimberley. Fyrir þetta framlag og mikinn eldhug veitti Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar Guðmundur Paul Harris viðurkenningu sem afhent var á klúbbfundi 10. júní sl.
F.v. Hallgrímur Jónasson, forseti og Guðmundur Jónsson við afhendinguna. Ljósmynd: Hallfríður Helgadóttir.