Fengu Paul Harris með safír
Gunnhildur Sigurðardóttir, Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar og Björn Dagbjartsson, Rótarýklúbbi Reykjavík-Austurbær hlutu Paul Harris viðurkenningu með einum safír á hátíðarkvöldverði í lok umdæmisþings. Fengu þau viðurkenninguna fyrir mikið og óeigingjarnt starf sem klúbbarnir stóðu að í Suður-Afríku.
Byggt var barnaheimili í Kimberlay og er þetta sennilega eitt stærsta verkefni sem íslenskir rótarýklúbbar hafa unnið en með þeim tók Rótarýklúbbur Kimberlay þátt í verkefninu sem einnig var styrkt af Rótarýsjóðnum, Rótarýumdæminu á Íslandi og félögum í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar.
Sveinn H. Skúlason ásamt Birni og Gunnhildi. - Ljósm.: Guðni Gíslason