Fréttir
Umdæmisþing eins og þjóðhátíðardagur
Ingrid Grandum Berget umdæmisstjóri úr Noregi flutti á umdæmisþingi kveðju frá norrænu Rótarýumdæmunum. Sagðist hún líkja umdæmisþingi við þjóðhátíðardag, svo mikilvæg væru þau í hennar huga. Hún taldi siðfærði og friðarstarf ein mikilvægustu þáttum í starfi Rótarý og því til stuðnings fór hún með fjórprófið á íslensku við mikinn fögnuð.
Hún ítrekaði mikilvægi fjórprófsins, líka í daglegu starfi hvers rótarýfélaga. Hún lauk ræðu sinni með orðunum: "Hlýddu á rödd hjarta þíns"