Umsóknarfrestur um alþjóðlega friðarstyrki Rótarýhreyfingarinnar til loka marsmánaðar
Rótarýsjóðurinn, Rotary foundation, sem rekinn er af Alþjóða Rótarýhreyfingunni, veitir árlega styrki til tveggja ára meistaranáms. Skólaárin 2008 til 2010 eru veittir 70 styrkir. Styrkirnir eru veittir til náms og rannsókna sem tengjast alþjóðasamstarfi og eflingu friðar í heiminum og eru ætlaðir fólki sem þegar hefur reynslu af alþjóðastarfi auk þess að hafa lokið fyrstu háskólagráðu.
Athyglisvert er að Íslenska rótarýumdæmið hefur alltaf hlotið þennan styrk svo segja má að komin sé viss hefð á að styrkur falli íslenskum umsækjanda í skaut. Fimm Íslendingar hafa hlotið styrkinn síðan hann var fyrst veittur árið 2002.
Styrkirnir eru alþjóðlegir samkeppnisstyrkir sem eiga að standa undir tveggja ára námskostnaði og má Íslenska rótarýumdæmið senda eina umsókn. Val íslenska umsækjandans fer fram eftir ítarleg viðtöl og könnun á námsferli og störfum. Makar, afkomendur og makar afkomenda lifandi rótarýfélaga geta þó ekki sótt um styrkinn. Þeir sem hug hafa á að sækja um styrkinn þurfa að gera það fyrir 30. mars nk. og senda umsóknina til skrifstofu Rótarýumdæmisins að Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, merkt ?Friðarstyrkur?. Þar má fá upplýsingar sem og á heimasíðu Rotary International, www.rotary.org/foundation/educational (Rotary Centers for International Studies).
Rótarýsjóðurinn hefur komið á samvinnu og samstarfi við sjö virta háskóla í Norður- og Suður-Ameríku, Asíu, Ástralíu og Evrópu. Háskólarnir eru University of Bradford, Englandi og Sciencis Po, Frakklandi í Evrópu; International Christian University, Japan í Asíu; Universidad del Salvador, Argentínu í Suður-Ameríku; University of Queensland, Ástralíu og bandarísku háskólarnir Duke University & University of North Carolina og University of California-Berkeley.
Eftir umtalsverðum styrk er að sækja, og því stæða til að hvetja alla íslensku rótarýklúbbana til að vekja athygli á fríðarstyrk Rótarýhreyfingarinnar hvar sem tækifæri gefst til þess.