Fréttir
Rótaryklúbbur Héraðsbúa styrkir námsmann í Malavi
Styrkur til kennaranáms
Rótarýklúbbur Héraðsbúa hefur ákveðið að styrkja ungan mann frá Malaví, Issa Bonomali frá þorpinu Chirombo við Apaflóa, til þriggja ára kennaranáms á háskólastigi. Issa er kvæntur og tveggja barna faðir, á sex ára dóttur og dreng á öðru ári.
Skarphéðinn G. Þórisson og kona hans Ragnhildur Rós Indriðadótti voru í hjálparstarfi í Malaví fyrir rúmum áratug en það var upphaf af kunningsskap þeirra Issa og Skarphéðins.
Styrkveitingin hefur ekki áhrif á aðra styrki sem klúbburinn veitir til góðra málefna innanlands og á vegum alþjóðastarfs Rótarýhreyfingarinnar.
Klúbburinn hefur skipað sérstaka nefnd til að annast verkefnið.
Í nefndinni eru:
- Sveinn Jónsson, formaður
- Skarphéðinn G. Þórisson, sem sér um tenginguna við styrkþega og
- Sigurjón Bjarnason, sem heldur utan um sjóð þann er fjármagnar verkefnið.