Fréttir

23.6.2014

Paul Harris félagar

Á fundi Rótarýklúbbs Borgarness þann 28. maí s.l. voru tveir félagar heiðraðir með Paul Harris viðurkenningu fyrir áralangt starf í þágu samfélagsins. Guðmundur Þ. Brynjúlfsson  og Þórir Páll Guðjónsson. Þeir félagar gengu báðir í Rkl. Borgarness á árinu 1987 og hafa frá fyrstu tíð verið mjög virkir félagar í gegnum tíðina. Félagar í Rótarýklúbbi Borgarness eru þeim mjög þakklátir fyrir framlag þeirra.


Kristján Rafn Sigurðsson, forseti klúbbsins afhenti þeim viðurkenninguna. Guðmundur Þ. Brynjúlfsson er lengst til vinstri og þá Þórir Páll Guðjónsson.