Fréttir

2.10.2005

Páll Jónsson gerður að heiðursfélaga í Rótarýklúbbi Selfoss

Rótarýklúbbur Selfoss hélt sinn þrjú þúsundasta fund frá upphafi laugardaginn 24. september í árlegri haustferð klúbbsins.

 

Páll Jónsson, heiðursfélagi í Rótarýklúbbi Selfoss, ásamt

forseta klúbbsins, Kristjáni Má Gunnarssyni.Í þetta sinn voru Gvendarbrunnar Orkuveitu Reykjavíkur í Heiðmörkinni heimsóttir og virkjunarframkvæmdir á Hellisheiðinni skoðaðar. Á fundinum var Páll Jónsson, fyrrverandi tannlæknir á Selfossi gerðir að heiðursfélaga í klúbbnum en hann gekk í klúbbinn 29. janúar 1952 og hefur verið með öflugustu félagsmönnum klúbbsins í gegnum árin þó hann hafi  aðeins slakað á hin síðari ár. Páll er þriðji heiðursfélaginn í klúbbnum, hinir eru Hjalti Gestsson og Gísli Bjarnason heitin. Rótarýklúbbur Selfoss var stofnaður 30. maí 1948 og er er nr. 9 á Íslandi og nr 9816 í Rotary International.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning