Fréttir

16.6.2014

Guðný Sigurðardóttir Eldhugi Árborgar 2014

Rótarýklúbbur Selfoss hefur útnefnt ”Eldhuga ársins 2014”. Það er Guðný Sigurðardóttir, sem á vormánuðum fór í áheitagöngu til minningar um barnabarn sitt Vilhelm Þór Guðmundsson.

Garðar Eiríksson, forseti Rótarýklúbbs Selfoss, afhenti Guðnýju Sigurðardóttur útnefningarskjalið með eftirfarandi texta:
”Selfossi 1.06.14
Rótarýklúbbur Selfoss hefur ákveðið að tilnefna ár hvert „Eldhuga Árborgar“. Tilnefningunni er fyrst og fremst ætlað að sýna virðingu og vekja athygli á frammistöðu eða viðfangsefnum einstaklinga sem takast á við stór og krefjandi verkefni á eftirtektarverðan hátt og eru öðrum hvatning og góð fyrirmynd.
Verkefnið sem þú réðist í nú á vormánuðum, áheitaganga í minningu barnabarns þíns Vilhelms Þórs, var aðdáunarvert og hefur án nokkurs vafa verið mörgum hvatning og styrkur.
Rótarýklúbbur Selfoss hefur tilnefnt þig sem „Eldhuga ársins 2014“ og af því tilefni lagt söfnun þinni lið með kr. 50.000.-
Með Rótarýkveðjum,
Garðar Eiríksson forseti 2013-2014.”
Minningarferðin um Vilhelm Þór Guðmundsson og áheitagangan var farin 21. maí 2014. Amma drengsins Guðný Sigurðardóttir gekk frá Landsspítalanum í Reykjavík og alla leið á Selfoss. Gangan endaði við Sundhöll Selfoss, þar sem Guðný synti 285 ferðir í innilauginni, eða jafn margar ferðir og vikurnar urðu sem Vilhelm Þór lifði. Hann drukknaði í Sundlaug Selfoss 21. maí 2011, fimm ára gamall.



Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning