Fréttir

23.2.2011

Rótarýferð til Skt. Pétursborgar í maí nk.

Rótarýklúbbur Seltjarnarness verður 40 ára hinn 20. mars nk.  Einn liður í hátíðarhöldum vegna afmælisins er ferð til Skt. Pétursborgar dagana 25. til 30. maí nk. Miðað er við að þátttakendur verði 35-40. Útlit er fyrir að fáein sæti geti orðið laus fyrir félaga úr öðrum klúbbum sem vildu notfæra sér þetta tækifæri til að skoða hina frægu borg í góðum hópi.

Flogið verður báðar leiðir með viðkomu í Helsinki.  Heildarkostnaður við ferðina er 177.000 kr. á mann í tvíbýli miðað við gengi á evru kr. 160,- (195.500 í einbýli).  Innifalið í kostnaði eru flugferðir, gisting, morgunverður og sumar máltíðir, sérstaklega áhugaverðar skoðunarferðir til merkisstaða í borginni, að ógleymdri fararstjórn hins þaulreynda fararstjóra Péturs Óla Péturssonar, sem hefur verið búsettur í Skt. Pétursborg árum saman. -- Nánari upplýsingar um ferðaáætlun fylgja - en um þátttöku ber að hafa samband við formann ferðanefndar Þórleif Jónsson (s. 844 4705). Láta þarf vita um áhuga á þátttöku sem fyrst.

Ferðatilhögun og dagskrá:

25. maí.   Miðvikudagur.

Flogið utan með Icelandair FI 342. Lent í Helsinki um kl. 14:20  

Áfram flogið kl. 19:40 með FV 230 og lent í Skt. Pétursborg kl. 21:45


26. maí.  Fimmtudagur.

Ekið um miðborg Skt. Pétursborgar.

Farið að minnismerkinu um 900 daga umsátrið um Leningrad í síðari heimsstyrjöldinni.

Farið í gosbrunnagarðinn við sumarhöllina í Peterhoff.

5 rétta ekta rússneskur málsverður í Podvorija.

 

27.  maí. Föstudagur.

Farið í Vetrarhöllina og Hermitage listasafnið fræga skoðað.

Frjáls tími síðdegis.

 

27. maí er afmælisdagur borgarinnar.  Þá er mikið um að vera og úr ýmsum viðburðum að velja (m.a. tónleikum og sviðssýningum).

 

28. maí. Laugardagur.

Farið í Virki Péturs og Páls og að gröfum Romanov ættarinnar.

Hádegisverður.

St. Isaacskirkjan skoðuð.

Hátíðarkvöldverður í einni af höllum St. Pétursborgar.  Rússneskir skemmtikraftar.  Afmælisdagskrá?

 

29.  maí.  Sunnudagur.

Frjáls dagur; fararstjóri veitir leiðbeiningar þeim sem vilja.

 

Í borginni er víðfrægt óperuhús og fjölmargir tónleikasalir.  Þegar nær dregur og fyrir liggur hvað verður á fjölunum, verður hægt að panta miða fyrir þá sem vilja.

 

30 . maí.  Mánudagur.

09:30  Ekið á flugvöll fyrir heimferð.

Flug til Helsinki kl. 12:30 með Finnair.  Lent kl. 12:30

Flug FI 343 með Icelandair  kl. 15:30 og lent í Keflavík kl. 16:00



Heildarkostnaður á mann m.v. gengi evru kr. 160,-:   Tvíbýli kr. 177.056
Einbýli kr. 195.456 

Innifalið:
Flugfargjöld báðar leiðir.

Hótel í Skt. Pétursborg 5 nætur.    Morgunverðarhlaðborð.

                                5 x aðgangseyrir að söfnum.

                                1 x hádegisverður.

                                2 x stórveislur.

                                Allir hópbílar.

                                Staðarleiðsögumenn.

                                Fararstjórn og skipulagning.

Vinsamlega hafið samband við undirritaðan með tölvupósti eða í síma ef þið viljið frekari skýringar.

Með rótarýkveðju,
Þórleifur Jónsson,
formaður ferðanefndar Rkl. Seltjarnarness,
selbr9@simnet.is  - sími 844 4705


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning