Fréttir

25.9.2006

Umferðarmálin rædd á Selfossi

Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu var gestur á síðasta fundi Rótarýklúbbs Selfoss. Þar fjallaði hann almennt um umferðarmál og þau hrikalegu slys sem hafa orðið í umferðinni á árinu en nú hafa 20 manns látist í umferðarslysum, þar af 8 í ágústmánuði. Hann fór yfir aðgerðir stjórnvalda en til stendur að laga Suðurlands- og Vesturlandsveginn, ásamt því að koma upp hraðamyndavélum á nokkrum stöðum svo eitthvað sé nefnt. Í lok erindisins svaraði hann fjölmörgum spurningum. Næst á dagskrá hjá Rótarýklúbbi Selfoss er haustferð föstudaginn 29. september en þá á að fara um uppsveitir Árnessýslu. Á meðfylgjandi mynd má sjá sýslumanninn á Selfossi, Ólaf Helga Kjartansson og Sigurð Helgason spjalla saman á fundinum á Selfossi.

 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning