Fréttir

6.6.2005

Nýr umdæmisstjóri Inner Wheel

Guðrún B. Jónsson, Inner Wheel Reykjavík var kjörin umdæmisstjóri á þingi samtakanna í safnaðarheimili Seljakirkju á laugardaginn. Hún tók við af Ingu G. Guðmannsdóttur, Inner Wheel Reykjavík-Breiðholt. Alls tóku 58 Inner Wheel konur úr 8 klúbbum íslenska umdæisins þátt í þinginu.

Guðrún B. Jónsson, umdæmisstjóri (t.v.) og Inga G. Guðmannsdóttir fráfarandi umdæmisstjóri. ? Ljósm.: K.Þ.Á.


Félagar í Rótarýklúbbi Reykjavík-Breiðholt tóku á móti þinggestum við Seljakirkju með rauðar rósir sem þeir afhentu konunum er þær komu úr skoðunarferð og mæltist það vel fyrir. 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning