Fréttir

23.11.2008

Skráning mætinga

Nefndir bera sjálfar ábyrgð á skráningu mætinga

Með nýju félagakerfi færist ábyrgðin á skráningu mætinga til ritara klúbba og nefnda. Ritari rótarýklúbbs skráir allar mætingar á fundum klúbbsins einnig mætingar gesta úr öðrum rótarýklúbbum á Íslandi. Hins vegar skráir hann ekki mætingu sinna klúbbfélaga í öðrum klúbbum eða í nefndum á vegum klúbbsins eða Rótarýumdæmisins.

Samstarf ritara rótarýklúbbs og ritara og/eða formanna nefnda í klúbbnum er nauðsynlegt til að tryggja að allar mætingar séu skráðar. Í anda rótarý hjálpast klúbbfélagar við að skrá inn í nýja félagakerfið. Þeir tölvuvanari aðstoða þá sem minna kunna. Leiðbeiningar má finna undir Rótarýklúbbar og á fyrstu síðu í félagakerfinu.

Mætingarkort úr öðrum klúbbum er því núna til gagns og ánægju fyrir viðkomandi rótarýfélaga en hann getur fylgst sjálfur með hvort mæting hans hafi verið skrá með því að skoða mætingarnar í félagakerfinu. (Allir rótarýfélaga eiga að hafa fengið lykilnúmer inn í kerfið, aðgangsorðið er kennitalan án bandstriks eða bils). Sé mæting þín ekki skráð, sendu ritara eða formann viðkomandi klúbbs eða nefndar áminningu.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning