Fréttir

3.1.2007

Pétur fyrsti, annar og þriðji á Ólafsvík

Þann 13. desember síðastliðinn voru stjórnarkosningar í Rótarýklúbbi Ólafsvíkur. Þau undur gerðust að þrír þeirra sem hlutu kosningu bera nafnið Pétur. Innan klúbbsins eru þeir oftast kallaðir Pétur fyrsti, Pétur annar og Pétur þriðji, allt eftir því hvenær þeir gengu í klúbbinn.

Skötuveisla 

Þann 20. desember var svo skötuveisla samkvæmt hefð. Hún var haldin á Hótel Ólafsvík. Góð mæting var, skatan mjög vel heppnuð og allir komnir í jólaskap. Myndin var tekin í skötuveislunni.

 

 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning