Rótarýfélagar hlaupa í baráttu við lömunarveiki
Kallað eftir áheitum rótarýfélaga og annarra
Nú fer lokaátak Rotary International gegn lömunarveiki fram á starfsárinu 2011 til 2012. Verðandi umdæmisstjóri leggur mikla áherslu á lokahnykk átaksins og ný Pólíó plúsnefnd umdæmisins tók til starfa fyrir nokkrum vikum til þess að undirbúa lokaátak baráttunnar. Nefndin hefur samið við Reykjavíkurmarþon og geta þátttakendur safnað áheitum til styrktar Rótarýhreyfingunni í baráttunni við lömunarveikina. Hægt er að heita á rótarýhlauparana á www.hlaupastyrkur.is og þegar hefur verið heitið á Guðna Gíslason aðstoðarumdæmisstjóra, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, en hann hefur skráð hefur sig í hálft maraþon. http://www.hlaupastyrkur.is/hlaupid/keppandi?cid=2157
Sent hefur verið bréf til allra klúbba og verkefnið kynnt. Þar eru kynnt hvað klúbbarnir geta gert til að styðja þetta átak. Það er:
- Hvetja sem flesta félaga klúbbsins til þess að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni sem fulltrúa Rótarýhreyfingarinnar en boðið er uppá að hlaupa eftirtaldar vegalengdir 3 km (skemmtiskokk), 10 km, 21 km og 42 km.
- Hvetja alla þá sem klúbbfélagar þekkja og ætla að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni, til þess að safna áheitum fyrir Rótarý á Íslandi.
- Gunnlaugur Júlíusson, langhlaupari og félagi í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Breiðholt er reiðubúinn að hlaupa maraþon og félagar eða klúbbar eru hvattir til að heita á Gunnlaug.
Nefndin óskar einnig eftir að því sé beint til félaga í klúbbnum, sem eiga eða reka fyrirtæki, að þeir taki þátt í átakinu með því að hvetja starfsfólk sitt til að hlaupa og safna áheitum fyrir þetta átaksverkefni okkar og að fyrirtækið leggi sömu upphæð til Rótarýhreyfingarinnar, en skattaafsláttur fæst á móti framlaginu. Nefndarmönnum þætti vænt um að fá upplýsingar um klúbbfélaga sem hafa áhuga á að fyrirtæki þeirra taki þátt í átakinu. Þeim upplýsingum skal komið til Knúts Óskarssonar, formanns Pólíó plúsnefndarinnar en hann hefur netfangið knutur@endurhaefing.is
Nánari upplýsingar og áheit á http://www.hlaupastyrkur.is/
Rótarýfélagar sem safna áheitum fyrir Rótarý á Íslandi:
Þessi síða verður uppfærð þegar nýir félagar bætast í hópinn.
Hér má sjá þá sem skráðir eru: http://hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/610174-3969
Guðni Gíslason http://www.hlaupastyrkur.is/hlaupid/keppandi?cid=2157
Gunnlaugur Júlíusson ekki skráður enn
.