Fréttir

11.12.2006

Kofi Annan og Rotarý

Vigdís Stefánsdóttir er félagi  í Rótarýkúbbnum Reykjavík-Grafarvogur. Hún er ein af mörgum sem bloggar á netinu og eftirfarandi birti hún á bloggsíðu sinni í dag, 12. des. 2006:

"Kofi Annan, fráfarandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hélt kveðjuræðu í gær og kom víða við. Hann skammaði suma en hrósaði öðrum og sagði m.a. þetta og sem rótarýfélagi verð ég að láta það sjást:

"It has been one of my guiding principles as Secretary General to get them to help achieve UN aims - for instance through the Global Compact with international business, which I initiated in 1999, or in the worldwide fight against polio, which I hope is now in its final chapter, thanks to a wonderful partnership between the UN family, the US Centers for Disease Control and - crucially - Rotary International."

Svo mörg voru þau orð - og fyrir þá sem vilja vita meira um Rótarý má benda á slóðina www.rotary.is og www.rotary.org en eitt af stórverkefnum samtakanna hefur verið að útrýma barnalömunarveiki í heiminum og hafa farið ótaldir milljónatugir og vinna í það verkefni.

Næsta stóra verkefni er að útrýma ólæsi en jafnframt stendur Rótarý fyrir því að koma vatni þar sem lítið eða ekkert vatn er fyrir. Og svo allt hitt...sem sumt má lesa um, annað fer lágt og fáir vita af nema þeir sem njóta þess og klúbburinn sem í hlut á hverju sinni.

Og jú, ég er félagi í Rótarý, Grafarvogsklúbbnum og er ákaflega stolt af því!?

Það fer ekki milli mála að Polio-Plus verkefnið er eitt af merkustu þjónustuverkefnum Rótarýhreyfingarinnar og eftir því tekið. Það er ánægjulegt þegar rótarýfélagar láta í sér heyra á þennan hátt sem rótarýfélagar og eru stoltir af því. Vigdís á þakkir skildar og þeir sem hafa áhuga á að lesa meira af hennar bloggi finna það undir: http://vigga.blog.is/blog/vigga/  


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning