Fréttir

20.1.2011

Öflugt og tilbreytingaríkt klúbbstarf laðar að fleiri fleiri félaga í Rótarý

Vinaklúbbar efla félagsandann í Rótarý

Samstarf Rótarýklúbba á Íslandi gæti eflaust verið mun meira og virkara. Margir rótarýklúbbar á landsbyggðinni eiga í vök að verjast, bæði með að auka og endurnýja félagafjöldann og eins í því að halda uppi öflugu og tilbreytingaríku klúbbstarfi. Eitt sinn var sú hugmynd reifuð að klúbbar kæmu sér upp „vinaklúbbi“ úr öðru sveitarfélagi með það að markmiði að auka samskipti klúbbanna. Það myndi leiða til aukinnar fjölbreytni í störfum klúbbanna og með því móti væri auðveldara að laða að nýtt fólk til samstarfs.

Fjöldi klúbba og félaga hefur verið nálægt ,,hættumörkum” um alllangt skeið en nú hefur nefnd sem stuðlar að útbreiðslu tilkynnt að stofnaður verði nýr rótarýklúbbur í Kópavogi, sá þriðji í sveitarfélaginu þar sem er svo gott að búa! Þar með komumst við af mesta ,,hættusvæðinu, a.m.k. í bili. Nauðsynlegt er að andinn í klúbbunum sé góður þegar byggður er upp öflugur og sterkur klúbbur en eitt af grundvallaratriðum þess að vera í Rótarý er að hafa gaman af því og deila sem mestri geði með skemmtilegum félögum.

Samskipti klúbba gætu t.d. verið þau að skiptast á fyrirlesurum, standa sameiginlega að framgangi ákveðinna verkefna í anda Rótarý, sækja fundi í ,,vinaklúbbi”, og efla þannig félagsandann, skilning og umburðarlyndi gagnvart félögunum.

                                                                                                                                                                                                                 GG


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning