Fréttir

7.8.2007

"Heimsókn heimsforseta blés íslenskum rótarýfélögum í brjóst þá hugsjón sem hreyfingin grurdvallast á"

- segir Pétur Bjarnason, umdæmisstjóri

 

Pétur Bjarnason, rótarýfélagi á Akureyri, tók við starfi umdæmisstjóra íslensku Rótarýhreyfingarinnar fyrir starfsárið 2007/2008 á síðasta umdæmisþingi í Keflavík af Guðmundi Björnssyni, sem á síðasta ári vann frábært starf fyrir hreyfinguna. Eitt af fyrstu verkefnum nýs umdæmisstjóra var að taka á móti heimsforseta Rótarý, Wilfrid J. Wilkinson, sem kom hingað í stutta heimsókn ásamt eiginkonunni, Joan. Haldinn var fjölsóttur fundur með heimsforseta í Reykjavík.

Umdæmisstjóri var spurður hver hefði verið tilgangur ferðar heimsforseta og hvaða gagn gæti íslenska Rótarýhreyfingin hugsanlega haft í framtíðinni af heimsókn hans til Íslands.

"Wilfrid J. Wilkinson kom hingað í stutta heimsókn í byrjun júlí. Hans ábyrgð felst í því að stuðla að vexti og viðgangi hreyfingarinnar og blása mönnum í brjóst þá hugsjón sem hreyfingin grurdvallast á. Við þurfum ávalt að hafa í huga að til viðbótar við að hittast og hafa gaman af félagsskap hvers annars stendur rótarýhreyfingin fyrir margvíslegu starfi bæði á heimaslóðum hvers klúbbs og á alþjóðlegum vettvangi. Heimsókn heimsforsetans getur með öðru gefið okkur tækifæri til þess að skoða slíka hluti og bæta okkur."

 

Hver er Wilfrid J. Wilkinson heimsforseti og hver er hans ferill innan rotaryhreyfingarinnar?

"Wilfrid J. Wilkinson hefur verið í rótarýklúbbi í yfir 40 ár og starfað mikið innan hreyfingarinnar, fyrst í Kanada þaðan sem hann er, og síðan í ýmsum nefndum og ráðum á vegum Rotary International. Ef ég veit rétt var hann samtímis Ómari Steindórssyni í stjórn RI og þeir þekkjast því vel."

 

Fræðandi alþjóðaþing

Íslenskir rótarýfélagar hafa ekki verið áhugasamir um að sækja aðþjóðleg þing hreyfingarinnar, með einstaka undantekningum. Er hægt að benda íslenskum rótarýfélögum á eitt atriði umfram annað sem þeir fræddust um á alþjóðlegum þingum sem gæti komið þeim vel í starfinu í framtíðinni og kannski orðið hvetjandi til þátttöku á þingum erlendis?

 

?Rótarýhreyfingin stendur einu sinni á ári fyrir stóru alþjóðlegu þingi, sem næst verður haldið í Los Angeles í júní á næsta ári. Það er eins konar aðalfundur hreyfingarinnar og þar gefst þátttakendum tækifæri til að fræðast um flest það sem hreyfingin stendur fyrir. Það er full ástæða til þess að hvetja íslenska rótarýfélaga til þess að sækja slík þing og hitta og kynnast rótarýfélögum frá öðrum þjóðum, jafnframt því að fræðast um hreyfinguna, sem starfar af ótrúlegtum krafti víða um heim.

Það eru haldnir fleiri alþjóðlegir fundir á vegum rótarý, sem almennum félögum gefst kostur á að sækja og ég held að ég geti fullyrt að þeir sem sækja fundi á vegum Rótarý finnst það bæði gagnlegt og skemmtilegt,? segir Pétur Bjarnason, umdæmisstjóri.

 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning