Fréttir

6.3.2016

Rótarýklúbbur Keflavíkur efndi til sögugöngu

Rótarýklúbbur Keflavíkur hélt upp á Rótarýdaginn 27. febrúar og var efnt til sögugöngu í Keflavík þar sem meðlimir klúbbsins sáu um að kynna nokkra stofnfélaga Rótarýklúbbs Keflavíkur. Gengið var um gamla bæ Keflavíkur og staldrað við fyrrum heimili stofnfélaga, þeir kynntir og saga húsanna einnig. Við hæfi var að kynna stofnfélaga í ljósi þess að Rótarýklúbbur Keflavíkur varð 70 ára í nóvember síðastliðnum.Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning