Tveir nýir Paul Harris félagar
Jón Hlöðver og Halldór Jóhannsson
Félagar okkar þeir Jón Hlöðver Áskelsson og Halldór Jóhannsson hafa verið útnefndir sem Paul Harris félagar. Á fundi klúbbsins þann 13. apríl s.l. afhenti forseti þeim heiðursskjalið og nældi Paul Harris orðuna í barm þeirra.
Félagar okkar þeir Jón Hlöðver Áskelsson og Halldór Jóhannsson hafa verið útnefndir sem Paul Harris félagar. Á fundi klúbbsins þann 13. apríl s.l. afhenti forseti þeim heiðursskjalið og nældi Paul Harris orðuna í barm þeirra. Þeir hafa báðir verið félagar í klúbbnum í um og yfir 20 ár og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í klúbbnum. Halldór varð félagi þann 24. febrúar 1989 fyrir starfsgreinina landslagsarkitekt og Jón Hlöðver 28 september 1992 fyrir starfsgreinina tónskáld. Við óskum þeim báðum til hamingju með útnefninguna sem þeir eru sannarlega vel aðkomnir fyrir þau margvíslegu störf sem þeir hafa ynnt af hendi fyrir klúbbinn. Vert er að geta þess að 12 félagar okkar hafa verið útnefndir Paul Harris félagar.
Af þessu tilefni fylgir hér með Rótarýbragur sem Jón Hlöðver orti í tilefni árshátiðar með Ólaf sfirðingum og Inner-Wheel konum á haustmánuðum 1999: Rótarýbragur JHÁ frá 1999