Menntun fyrir alla - hvað getum við gert?
Ólæsisverkefni, þ.e. að kenna öllum að lesa, var til umræðu á Umdæmisþingi. Í tengslum við það langar mig til að ræða ólæsi á Íslandi.
Hér á landi er og hefur alltaf verið nokkur hópur fólks sem ekki kann að lesa en sá hópur fer nú stækkandi. Ástæðan er einföld. Við erum að taka á móti
gestum héðan og þaðan úr heiminum og það er ekki allstaðar gott menntakerfi. Síst fyrir stúlkur.
Ég ræddi við starfsmenn Alþjóðahúss fyrir nokkru og bar margt á góma, bæði ólæsi og skortur á íslenskukunnáttu. Þar tel ég að rótarýklúbbar geti komið til hjálpar.
Íslenskukennsla er dýr og þó svo stuðningur hafi fengist til að greiða hana niður, kostar hún ennþá um 12 þús. kr. á mann hvert misseri. Mín uppástunga er að klúbbar taki sig til og styrki nokkra einstaklinga á hverju ári. Alþjóðahús væri tengilinn.
Hægt er að velja einstaklinga sem búa í hverfi klúbbsins. Þetta er upplagt samfélagsverkefni sem allir klúbbar, hversu litlir sem þeir eru, ráða við.