Fréttir
Íslenskt framlag til stúlknaheimilis í S-Afríku
Rótarýklúbbur Reykjavíkur styrkir heimilið um 200 þúsund kr.
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra Íslands í Suður-Afríku afhenti á laugardag, 5. júlí fjárframlög til Makeba Centre for Girls í Midrand, Suður Afríku. Stúlknaheimilið, sem söngkonan Miriam Makeba fer fyrir, fékk framlög frá utanríkisráðuneytinu: 50.000 USD, 1 milljón ÍKR frá Landsbanka Íslands, hálfa milljón ÍKR frá Landsvirkjun og 200.000 ÍKR frá Rótarýklúbbi Reykjavíkur.
Afhendingin fór fram á heimilinu að viðstöddum Miriam Makeba, stjórn heimilisins, starfsfólki og viststúlkum. Var Íslandi margþakkaður stuðningurinn við heimilið og þegar er hafin undirbúningur að stækkun heimilisins fyrir framlög Íslands. Einnig er ljóst að stuðningur Íslands mun auðvelda heimilinu að sækja framlög til annarra aðila.
Á myndinni má sjá Sigríði Dúnu afhenda styrkinn í stúlknaheimilinu.