Stórtónleikar Rótarý sunnudaginn 4. janúar 2015
Það eru óperusöngvarinn Kristinn Sigmundsson, bassi, og Jónas Ingimundarson, píanóleikari, og loks fyrsti viðtakandi Tónlistarstyrks Rótarý, Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, sem munu heiðra rótarýfélaga og aðra gesti með magnaðri tónlistarveislu í Norðurljósasal Hörpu sunnudaginn 4. janúar nk. Tónleikarnir hefjast kl. 20.
Í tilkynningu frá Kolbrúnu Jónsdóttur, verðandi forseta í Rótarýklúbbnum Görðum, segir að Kristinn og Jónas hefji tónleikana með því að flytja ein 10 íslensk sönglög, sannkölluð uppáhaldslög, sem allir þekkja og elska. Víkingur mun flytja gestum einleiksverk fyrir píanó.
Umdæmisstjóri Rótarý Guðbjörg Alfreðsdóttir, félagi í Rótarýklúbbnum Görðum, hefur ákveðið að veittir verði tveir styrkir, hvor að fjárhæð kr. 800.000.- Stjórn sjóðsins hefur að þessu sinni valið tvo framúrskarandi unga tónlistarmenn, annar leikur á fiðlu, hinn á trompet. Báðir verðlaunahafarnir munu koma fram á tónleikunum og miðað við það sem til þeirra hefur heyrst verða tónleikagestir ekki fyrir vonbrigðum.
Í hléi verður boðið upp á freyðivín og konfekt.
Miðasala fer fram frá og með 1. desember 2014 í gegnum aðgang Rótarýfélaga að midi.is og í miðasölu Hörpu frá 12-17 á virkum dögum. Tónleikarnir eru öllum opnir og því er öllum frjálst að bjóða vinum og vandamönnum á meðan húsrúm leyfir. Eru félagar því hvattir til að ganga frá þeim kaupum fyrr en seinna. Ekki eru númeruð sæti. Miðaverð er kr. 4.500.-
Athugið að óseldir miðar verða auglýstir almenningi til kaups milli jóla og nýárs.
Slóðin til að kaupa miða með rafrænum hætti er þessi:
http://midi.is/tonleikar/15/875 eða http://harpa.is/dagskra/stortonleikar-rotary-2015
Eins og undanfarin ár munu Rótarýfélagar mæta prúðbúnir til tónleikanna og hefur skapast hefð fyrir því, að margir félagar mæti í smóking þetta kvöld.
Með von um að við gerum tónleikana sem glæsilegasta með góðri þátttöku.
Með rótarýkveðju
f.h. Rótarýklúbbsins Görðum,
Kolbrún Jónsdóttir, viðtakandi forseti