Fréttir

16.5.2007

Störf alþjóðaþjónustunefndar

Verkefni Alþjóðaþjónustunefndar er að koma á samstarfi rótarýklúbbs, sem vill láta gott af sér leiða, við rótarýklúbb í öðru landi, sem þarfnast aðstoðar við hjálparstarf í sínu umdæmi.

Allt frá árinu 1967 hafa rótarýklúbbar um allan heim eflt alþjóðleg tengsl sín á milli með beinum stuðningi rótarýklúbba í einu landi við þjónustuverkefni rótarýklúbba í öðru landi í gegnum starf Alþjóðaþjónustunefndarinnar.

Lokið hefur verið við þúsundir verkefna og á hverju ári leggja rótarýklúbbar fram u.þ.b. 26 milljónir bandaríkjadala í vörum og peningum til slíkra verkefna. Rótarýfélagar, sem starfa í 168 löndum í meira en 32 þúsund klúbbum, eru í einstakri aðstöðu til að veita þjónustu á skilvirkan hátt, þar sem þeir eru á staðnum, þar sem þörfin er mest hverju sinni.

Þegar rótarýklúbbur í einu landi styður við þjónustuverkefni klúbbs í öðru landi næst tvennt fram: Annars vegar geta myndast vináttutengsl milli klúbba, sem styrkir alþjóðastarf Rótarý og hins vegar nýtist fé það, sem lagt er fram á skilvirkan hátt með milliliðalausri aðstoð við þá sem þurfa á hjálp að halda. Gagnabanki Rotary International er með um hundruð verkefna á skrá og  fylgst er með árangri af starfinu og haft eftirlit með því að starfað sé í samræmi við reglur, sem settar hafa verið.

 

Verkefni Alþjóðaþjónustunefndar

Í tilefni 100 ára afmælis Rótarý var lögð sérstök áhersla á að efla þennan þátt í starfsemi Rótarýumdæma um allan heim og af því tilefni var sett á stofn Alþjóðaþjónustunefnd í íslenska umdæminu.

Í nefndinni eru:  Agnar Erlingsson - Seltjarnarnesklúbbnum, Anna Málfríður Sigurðardóttir og  Andrew Hicks - Rvk. International, Hulda Dóra Styrmisdóttir - Rvk-Austurbæ, Magnús Magnússon - Rvk. Árbær, Margrét Theodórsdóttir- Rvk. Miðborg og  Bergþór Konráðsson - Rvk.-Breiðholt, sem er formaður nefndarinnar.

Ýmsir klúbbar hafa af eigin frumkvæði tekið virkan þátt í alþjóðaverkefnum á liðnum árum og sem dæmi má nefna að:

? Rótarýklúbbur Rvk. Austurbær studdi klúbb í Indlandi með kaup á 5 bátum og veiðarfærum vegna flóðbylgjunnar miklu.

? Rótarýklúbbur Rvk. Miðborg hefur stutt stúlkur til náms í Malavi til nokkurra ára og hyggst nú styrkja skólastarf í S-Afríku.

? Rótarýklúbbur Rvk. hefur safnað myndarlegri uuphæð til að byggja upp skóla í Malavi.
? Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar og Rótarýklúbburinn Rvk. Austurbær hafa stofnað til samstarfs um að reisa skólabyggingu í S-Afríku og munu væntanlega fá mótframlag frá Rótarýsjóðnum.
? Alþjóðaþjónustunefnd stóð fyrir því á síðasta starfsári að 9 klúbbar lögðu fram fé til að byggja 18 vatnsbrunna á Indlandi á síðasta starfsári. Hver brunnur getur séð 250 einstaklingum fyrir vatni í 15 ár. 

Ákveðið hefur verið að íslenska alþjóðaþjónustunefndin muni á hverju ári leggja fram tillögu um 1-2 verkefni, sem klúbbar umdæmisins geta sameinast um að taka þátt í.  Markmiðið er að allir klúbbar á landinu láti eitthvað af hendi rakna til alþjóðastarfs, hvort sem um er að ræða sjálfstæð verkefni eða þáttaka í starfi alþjóðaþjónustunefndar.

 

Hjálparstarf í S-Afríku

  • Nú hefur Alþjóðaþjónustunefnd umdæmisins stofnað til samstarfs við klúbb í Durban í S-Afríku um að leggja þeim klúbbi lið á yfirstandandi og næsta starfsári.
    Hér er um að ræða rótaryklúbb með aðeins 15 meðlimi, sem samt hafa verið mjög dugmiklir í hjálparstarfi í sínu umdæmi.
  • Alþjóðaþjónustunefnd hyggst styrkja rótaryklúbb í  Durban Berea í S-Afríku við uppbyggingu á skóla með 154 nemendur, á landsbyggðinni norður af Durban fyrir börn frá fátækum heimilum sem eiga ekki kost á skólagöngu án utanaðkomandi aðstoðar.
  • Skóli þessi er í niðurníðslu og safnað er m.a. fyrir viðgerð á þaki og gluggum ($ 4.000.-), bókasafni, ritföngum, borðum, stólum, skápum og tölvum ($ 3.000.-) og ýmiskonar eldhúsbúnaðaði, kæliskápum, ofni o.fl. (ca. $ 3.000.).
  • Fjárhagsáætlun er þannig um US$ 10.000.-
  • Markmiðið er að allir klúbbar umdæmisins taki þátt í Alþjóðaþjónustu-verkefnum. Góð viðmiðun gæti verið að hver klúbbur safni a.m.k. sem samsvarar kr. 1.000.- á félaga til alþjóðaverkefna.

Við viljum hvetja stjórnir allra klúbba umdæmisins til að standa fyrir söfnun og leggja eitthvað að mörkum til þessa alþjóðlega hjálparstarfs rótarýs.

Alþjóðaþjónustunefnd hefur opnað reikning í nafni Rótarýumdæmisins vegna þessa verkefnis :  

nr.  0111-26-610174 kt. 610174-3969


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning