Fréttir

31.8.2005

Fréttir af friðarstyrkþegum

Fyrsti íslenski friðarstyrkþeginn, Helga Bára Bragadóttir mannfræðingur, hefur verið ráðin til starfa á vegum ungliðaverkefnis Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna. Hún er ein  þriggja íslenskra sérfræðinga sem ráðnir voru til tveggja ára. Helga fer til Angóla þar sem hún mun starfa að almannavörnum, enduruppbyggingu og mannúðarstörfum.

 

 

Í tveggja ára meistaranámi sínu í friðarfræðum við háskólann í Bradford í Englandi (2002-2004) sem kostað var af Rótarýsjóðnum, lagði Helga Bára aðaláherslu á hvernig haga skuli þróunaraðstoð á átakasvæðum.

 

Friðarstyrkþegi 2003-2005, Helga Þórólfsdóttir mannfræðingur, er um það bil að ljúka sínu meistaranámi, einnig í Bradford. Í lokaritgerð sinni fjallar hún einkum um samband og samskipti þeirra sem hjálpa og þeirra sem eru skilgreindir sem fórnarlömb í alþjóðlegu  hjálparstarfi og skoðar hvernig það ?að hjálpa? er hluti af mótun sjálfsmyndar einstaklinga og samfélaga. Að námi loknu mun Helga snúa aftur til sins fyrra starfs sem yfirmaður alþjóðadeildar Rauða kross Íslands.

 

Friðstyrkþegi 2004-06, Rún Ingvarsdóttir mannfræðingur, er við nám í Berkeley í Kaliforníu. Í sumar starfaði hún á vegum Sameinuðu þjóðanna  (hjá ECLAC) í Chile, við gerð skýrslu um mansal kvenna og barna í Rómönsku Ameríku.

 

Fjórði íslenski friðarstyrkþeginn, 2005-07, Ólöf Magnúsdóttir hagfræðingur og starfsmaður Unicef á Íslandi, mun hefja nám sitt í í febrúar 2006 er skólaárið hefst í Ástralíu, en hún verður við nám í University of Queensland í Brisbane. Hún hefur hug á að sérhæfa sig málefnum barna í stríði og átökum.

 

Íslenski umsækjandinn um friðarstyrk 2006-2008 mun í desember fá fréttir af því hvort hann verður fyrir valinu.

 

Rótarýsjóðurinn, (Rotary Foundation) veitir árlega 60-70 styrki til tveggja ára náms í friðarfræðum við valda háskóla víða um heim. Hvert umdæmi má senda eina umsókn. Ísland er eitt fjögurra umdæma í heiminum sem hlotið hefur styrk við fyrstu fjórar úthlutanirnar.

 

 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning