Fréttir
  • Paul Harris félagar

18.1.2012

Tveir Paul Harris félagar hjá Rótarýklúbbi Sauðárkróks

Fimmtudaginn 12. janúar s.l. voru tveir félagar Rótarýklúbbs Sauðárkróks sæmdir heiðursmerki Paul Harris, þeir Ágúst Guðmundsson og Baldvin Kristjánsson.

Báðir gerðust þeir félagar í Rótarýklúbbi Sauðárkróks árið 1989 og hafa reynst traustir og góðir félagar sem klúbburinn hefur ávallt getað treyst til þeirra verkefna sem þeim hafa verði falin.

Paul Harris félagar

Á meðfylgjandi mynd eru hinir nýju Paul Harris-félagar ásamt forseta klúbbsins. F.v. Baldvin Kristjánsson, Hjalti Pálsson og Ágúst Guðmundsson.