Fréttir
Nýr rótarýklúbbur stofnaður á morgun
Annar rótarýklúbburinn í Garðabæ
Nýr rótarýklúbbur verður stofnaður í Garðabæ í fyrramálið. Er þetta annar rótarýklúbburinn í Garðabæ en fyrir er Rótarýklúbburinn Görðum. Ekki er komið nafn á nýja klúbbinn en fjölmargir áhugasamir félagar munu mæta í fyrramálið.
Fundurinn verður í skátaheimilinu Jötunheimum, Bæjarbraut 7 í Garðabæ kl. 08. Fjölmargir rótarýfélagir munu mæta og veita klúbbnum stuðning sinn og fagna þessum merka áfanga.