Fréttir

19.7.2007

Skiptinemar

Það var handagangur í öskjunni þegar skiptinemarnir íslensku  voru að búa sig til ferðar í vikunni.

Fimm krakkar, Jón Arnar Briem, Kristjana Kristjánsdóttir, Sigrún Finnsdóttir, Símon Pétur Ágútsson og Björgvin Karl Gunnarsson voru að búa sig undir að leggja land undir fót og og tengjast rótarý í öðrum löndum.

 

ferð krakkanna var heitið til Ítalíu, Mexíkó, Bandaríkjanna og Ástralíu og eiga þau vafalítið eftir að láta frá sér heyra meðan á dvölinni stendur. Þau voru öll hvött til þess að senda reglulega fréttir og myndir inn á síðuna, rótarýfélögum á Íslandi til gagns og ánægju.

Klúbbarnir

Rótarýklúbbur Seltjarnarness sendi Arnar, klúbburinn á Selfossi sendi Kristjönu, Straumur í Hafnarfirði sendi Sigrúnu, Rótarýklúbbur Kópavogs sendi Símon og Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar sendi Björgvin.

 

Foreldrar krakkanna voru viðstödd og meðfylgjandi er mynd af krökkunum ásamt foreldrum sínum.

 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning