Fréttir

15.2.2009

Rótarýklúbburinn Þinghóll - Kópavogur stofnaður 26. febrúar nk.

Klúbburinn mun funda á fimmtudögum kl. 17:30 á Catalina

Þann 26. febrúar nk. verður stofnaður nýr Rótarýklúbbur á Íslandi, nánar tiltekið Rkl. Þinghóll - Kópavogur.  Móðurklúbbur hans er Rkl. Reykjavík Breiðholt.  Undirbúningur hins nýja klúbbs hefur staðið yfir um nokkurt skeið en gengið hratt og örugglega fyrir sig.  Fjöldi stofnfélaga er um 35. Formaður undirbúningsnefndar að stofnun klúbbsins er Guðmundur Þorvar Jónasson matsveinn, en stjórn verður kosin á stofnfundinum. Nafn Guðmundar Þorvars er nefnt sem fyrsti forseti Þinghóls, en að sjálfsögðu eru allir félagsmenn í kjöri. Klúbburinn mun funda á veitingastaðnum Catalina í Hamraborginni í Kópavogi á fimmtudögum kl. 17:30.

Þinghóll verður 30. Rótarýklúbburinn á Íslandi og þar með hefur skilyrði alþjóðastjórnar fyrir sjálfstæðu umdæmi verið uppfyllt. Félagatala fyrr í vetur í íslenska umdæminu var 1.268 félagar, og eftir stofnun Þinghóls fer hún í 1.303.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning