Fréttir

29.9.2009

Enn möguleiki að sækja um Georgíustyrk

Umsókn þarf að berast fyrir 1. október

 Þrátt fyrir að aðeins séu nokkrar dagar þar til skila þarf inn umsóknum um Georgíu-styrkinn, eða 1. október nk., skal hér minnt á hann þrátt fyrir að hann hafi (vonandi) verið kynntur í öllum Rótarýklúbbunum á Íslandi. Það er raunar dapurlegt að segja frá því að undanfarin ár höfum við ekki sent nein ungmenni til náms í Georgíu og má því einna helst kenna að kynning á þessum frábæra styrk hefur ekki verið nægjanleg. En núna á þessum erfiðu tímum veitir okkur ekki af að styrkja okkar unga og efnilega fólk til náms. Ef þið Rótarýfélagar sem lesið þetta vitið af einhverjum líklegum styrkþega innan ykkar fjölskyldu, þá endilega bendið viðkomandi á þennan möguleika.

Um er að ræða 1 árs dvöl í Georgíufylki í USA, en þetta er einkaframtak klúbbanna þar að bjóða upp á þetta.  Styrkurinn veitir nemanda kleift að stunda nám í 1 ár í háskóla í Georgíufylki. Innifalið í styrknum er skólahald, námsbækur, uppihald og smávegis af vasapeningum. Aldurstakmark fyrir þennan styrk er 18-24 ára og er stúdentspróf skilyrði. Hægt er að  sækja um í byrjun árs á síðasta ári framhaldskóla, þannig að þau ungmenni sem eru núna að hefja síðasta árið í framhaldskóla er frjálst að sækja um til að geta farið næsta ár. Börn og barnabörn Rótarýfélaga geta sótt um jafns við aðra en umsóknirnar eru sendar beint til Georgíu og þar fer val styrkþega fram. Ísland hefur engan “kvóta”, en nær 60 Íslendingar hafa hlotið  Georgíustyrkinn frá 1950. Umsækjendur þurfa sjálfir að sjá um umsóknina en hér er hægt að nálgast upplýsingar um umsóknarferlið: http://www.grsp.org/apprequirements.htm

Eins þurfa þessi ungmenni sem sækja um að skila inn fyrir 31. október TOFEL prófi sem er hægt að fá upplýsingar um hjá http://www.isoft.is  en þeir sjá um rafræn TOFEL


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning