Fréttir

28.11.2010

Rotaract í heimsókn á Akranesi

Sunnudaginn 21. nóv. síðastliðinn litu félagar úr Rotaractklúbbinum Geysi við á Akranesi. Þetta voru fimm félagar úr Rotaractklúbbinum Geysi og með þeim í för voru skiptinemarnir sjö sem eru hér á landi á vegum Rótarýumdæmisins.  Félagar úr Rótarýklúbbi Akraness tóku við hinum ungu gestum á Safnasvæðinu að Görðum þar sem skoðað var Steinasafn Íslands, sýning á málverkum í eigu Akraneskaupstaðar og Íþróttasafn Íslands ásamt því að skoða aðra muni í eigu Byggðasafnsins.  

Akranes - Rotaract - 1Ekki má heldur gleyma Kútter Sigurfara (sjá myndir) sem vakti óskipta athygli gestanna, en því miður er þannig statt fyrir þessu gamla skipi að það er nú um stundir bannað að fara um borð.  Að sjálfsögðu fengu ferðalangarnir ungu að borða á meðan á hinni stuttu dvöl þeirra stóð og ræddu skiptinemarnir um veru sína á Íslandi og upplifun sína af skólunum sínum, landi og þjóð.  Gestirnir tólf fóru heim til sín í blíðskaparveðri með bros á vör.  Það er greinilegt að jákvæðnin, góða skapið og áræðnin ræður för hjá unga fólkinu innan Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi nú um stundir.


Innskráning:

Innskráning