Fréttir
17 umdæmisstjórar á rótarýfundi
15 fv. umdæmisstjórar frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Íslandi funda í Keflavík um helgina en umdæmisstjórarnir hafa með sér samtök og hittast reglulega.
Voru þeir umdæmisstjórar 2002-2003 þegar Sigurður Símonarson var umdæmisstjóri, þá í Rótarýklúbbi Vestmannaeyja. Þeir mættu á fund hjá Rótarýklúbbi Keflavíkur sl. fimmtudag þar sem tveir aðrir umdæmisstjórar voru líka viðstaddir. Þetta er því í fyrsta skipti sem 17 umdæmisstjórar hittast á rótarýfundi á Íslandi.