Fréttir

2.3.2006

GSE-hópurinn undirbýr ferð til Ameríku

Fjölnir Björgvinsson í ræðustóli á fundi Rótarýklúbbs Akraness, en klúbburinn samþykkti að mæla með honum til þátttöku í ferð GSE starfsskiptahópsins 2006.

 

Starfsskiptahópur Rótarý 2006 heimsótti Rótarý klúbb Akraness á fundi miðvikudaginn 15. febrúar sl. Fundurinn var haldinn í matsal Sementsverksmiðjunnar við Mánabraut og það auðveldaði fararstjóranum verulega leit að fundarstaðnum að hafa kunnugan með í för. Fjölnir Björgvinsson er frá Akranesi og hitti meðal Rótarýfélaganna fyrrum kennara sinn á fundinum.

 

Á þessum fundi reyndi í fyrsta sinn á þátttakendur að standa upp og kynna sig, starf sitt og gera grein fyrir hvers vegna þau hefðu sótt um þátttöku í þessari starfskiptaferð Rótarý.

Þá var einnig ákaflega skemmtilegt að á þessum fundi voru viðstaddir tveir fyrrum fararstjórar GSE starfsskiptahópa, það eru þau Sigrún Pálsdóttir sem fór fyrir GSE hópnum 2002 og Jón Hálfdánarson fararstjóri 2004. Gátu þau frætt þátttakendur um ýmsa mikilvæga þætti sem hafa ber í huga við undirbúning ferðar sem þessarar. Verðandi farastjóri hefur einnig fengið ráðleggingar frá þeim varðandi ýmiss atriði sem snýr að hennar verkefni.

Tveir fyrrum fararstjórar GSE starfsskiptahópa og einn verðandi: Jón Hálfdánarson, Birna Bjarnadóttir og Sigrún Pálsdóttir, öll félagar i Rótarýhreyfingunni á Íslandi.


Fararstjóri GSE hópsins 2006 hefur að verið stöðugu netsambandi við skrifstofu Rótarý International og undirbúningsnefndina og bíður eftir ferðaáætlun fyrir hópinn en brottför er áætluð 31. mars 2006.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning