Fréttir
Tveir nýir Paul Harris félagar
Stórn Rótaryklúbbs Reykjavíkur tilnefndi nýlega tvo nýja Paul Harris félaga, þau Sigríði Á. Snævarr og Sigurð Guðmundsson. Þau hafa bæði verið mjög virk í starfsemi klúbbsins undafarin ár og stutt dyggilega við hugsjónir og framgang Rótaryhreyfingarinnar. Sigurður var forseti Rótaryklúbbs Reykjavíkur starfsárið 2005-2006 og Sigríður var forseti klúbbsins starfsárið 2006-2007, en hún er fyrsta konan sem gegnir því embætti hjá Rótary Reykjavík í rúmlega 75 ára sögu klúbbsins.
Á myndinni eru Magnús Jóhannesson, forseti klúbbsins, Sigríður og Sigurður.