Fréttir

9.1.2007

60 ára afmæli Rótarýklúbbs Akraness

Að kvöldi 30. nóvember var haldinn hátíðarfundur í tilefni af sextugsafmæli Rótarýklúbbs Akraness. Hátíðarfundurinn var haldinn í Jónsbúð á Akranesi að viðstöddum flestum félögum, umdæmisstjóra og frú, skrifstofustjóra og herra, mökum félagsmanna, auk gesta úr klúbbunum í Borgarnesi, Árbæ og Hafnarfirði, samtals tæplega fimmtíu manns.

Skrifstofustjóri Rótarýumdæmissins afhendir forseta blóm. Umdæmisstjóri i ræðustól.

Til skemmtunar var söngur frá einsöngsnemum við Tónlistarskóla Akraness, myndasýning þar sem Atli Harðarson skýrði frá framkvæmdum okkar við Rótarýbrúna og Rótarýstíginn. Einnig voru haldin erindi um viðburði í sextíu ára sögu Rótarýklúbbs Akraness og tekið var við fáum en mjög veglegum gjöfum frá gestum.
Á fundinum var Ingjaldur Bogason, Rótarýfélagi til þrjátíu og átta ára í Rótarýklúbbi Akraness, heiðraður með því að hann var gerður að Paul Harris félaga. 

 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning