Fréttir

21.11.2007

Skiptinemi á vegum Rótarý í eitt ár!

Frestur til að sækja um ársdvöl sem skiptinemi erlendis er til 1. desember. Nánari upplýsingar hér

Umsóknarfrestur fyrir ungt fólk sem vill gerast skiptinemar næsta skólaár, þ.e.a.s. frá hausti 2008 til vors 2009, rennur út 1. desember næstkomandi. Ef klúbbur sendir íslenskan skiptinema til ársdvalar þá þarf sá klúbbur að taka á móti erlendum skiptinema á sama tíma og útvega þrjú heimili þar sem skiptineminn mun dvelja í þrjá til fjóra mánuði á hverju fyrir sig.  

Rótarýskiptinemar veturinn 2007 - 2008

Í vetur verða tveir erlendir skiptinemar á Íslandi, stelpa frá Ítalíu sem heitir Fabiola og dvelur á Selfossi í umsjón Rótarýklúbbsins þar og svo mun strákur koma frá Ástralíu um áramótin og dvelja á Ólafsfirði í umsjá klúbbsins þar. Fimm íslensk ungmenni eru skiptinemar erlendis í vetur á vegum Rótarý.  Sjá nánar í fréttabréfi æskulýðsnefndar.

 

 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning