Fréttir
  • Þórhildur Magnúsdóttir og Margrét Friðriksdóttir

24.1.2011

2ja ára afmæli Rótaractklúbbsins Geysis

9 félagar hald til Indlands í febrúar

Félagar í Rótaractklúbbnum Geysi héldu upp á 2ja ára afmæli klúbbsins 18. janúar í Molanum í Kópavogi. Að því tilefni færði umdæmisstjóri Margrét Friðriksdóttir þeim 100.000 kr. styrk til  Indlandsferðarinnar frá umdæminu. Níu félarar úr Rótaractklúbbnum halda til Indlands 11. febrúar til að taka þátt í árlegum bólusetningardegi gegn lömunarveiki, Polio Plus verkefninu. Þá munu þau vinna að stíflugerð og skoða sig um en auk þeirra fara 3 rótarýfélagar og 2 gestir með í ferðina.

Á afmælisfundinum voru teknir inn 3 nýir félagar en Birna Bjarnadóttir rótarýfélagi úr móðurklúbbnum Borgum í Kópavogi aðstoðaði við inntökuna. Þá var tilkynnt um nýja stjórn fyrir næsta starfsár en í henni sitja Steinar Orri Hafþórson forseti, Þórhildur Magnúsdóttir varaforseti, Fríður Halldórsdóttir ritari og Kjartan Logi Ásgústsson gjaldkeri. Rótaractklúbburinn fundar 1 og 3 þriðjudag í mánuði í ungmennahúsinu Molanum kl. 17.00 og eru rótarýfélagar velkomnir. Sjá einnig heimasíðu þeirra rotaracticeland.com.

Stjórn Rótaractklúbbsins Geysis 2011 ásamt Birnu Bjarnadóttur og Margréti Friðriksdóttur

Nýkjörin stjórn Geysis ásamt Birnu Bjarnadóttur og Margréti Friðriksdóttur umdæmisstjóra.

Efri myndin sýnir Þórhildi Magnúsdóttur forseta Geysis og Margréti umdæmisstjóra við afhendingu styrksins.

 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning