Fréttir

11.1.2007

Caitlin Wilson er fyrsti Ambassadorial-styrkþeginn sem stundar nám hérlendis

Rótarýhreyfingin á Íslandi fagnar nú því í fyrsta skipti að hérlendis dvelur Ambassadorialstyrkþegi, Caitlin Wilson frá Virginiafylki í Bandaríkjunum.

Caitlin Wilson fyrir framan Háskóla Íslands

Þetta er í fyrsta skipti sem bandarískur nemi hlýtur slíkan almennan námsstyrk til að stunda nám við Háskóla Íslands. Námsstyrkjanefndinni var falið að fylgja þessari beiðni eftir, ekki síst í ljósi þess að þetta er í fyrsta sinn sem slíkur nemandi sækir til Íslands. M.a. þurfti að finna styrkþeganum móttakandi klúbb (host Rotary Club) og tilsjónarmann úr sama klúbbi (host counselor) er hefur veg og vanda af styrkþeganum varðandi ýmis formsatriði svo sem að liðka fyrir komu styrkþega, taka við fyrstu styrkgreiðslu, veita margvíslega ráðgjöf t.d. varðandi fjármál, skipuleggja heimsóknir styrkþega í einstaka klúbba og ýmislegt í tengslum við námslok hans. Móttakandi klúbbur er Árbæjarklúbburinn og tilsjónarmenn eru Gunnlaugur H. Jónsson fjármálastjóri H.Í. og Gísli Már Gíslason prófessor í líffræði við H.Í.

 

En hvað er Ambassadorial scholarships?

En hvað er Ambassadorial scholarships?

Rótarýsjóðurinn veitir eins árs styrki til  háskólanáms (Ambassadorial Scholarships) en um 40 íslenskir námsmenn höfðu hlotið slíka styrki þegar úthlutnarreglum sjóðsins var breytt kringum árið 1992 þannig að styrkveitingar urðu nú háðar framlögum umdæma í Rótarýsjóðinn. Íslenska umdæmið hefur flutt áhersluna frá almennum námsstyrkjum yfir á hjálparstarf og friðarstyrkina og hafa almennu námsstyrkirnir ekki verið veittir frá 1997.

Þetta er rétt afstaða í ljósi þess að slíkir styrkir voru einfaldlega orðnir of dýrkeyptir fyrir tiltölulega fámennt umdæmi sem Ísland er. Einnig er ljóst að áherslan á friðarstyrkina er rétt bæði í ljósi þess árangurs sem náðst hefur og vegna þeirra miklu alþjóðlegu tengsla og áhrifa, auk trausts og virðingar, sem slíkir styrkþegar öðlast að námi loknu.

 

Caitlin Wilson

Caitlin Wilson er frá Richmond í Virginia sem er á austurströnd Bandaríkjanna. Þegar hún nam bókmenntir við William and Mary háskólann í Virginia, lagði hún einnig stund á fjölþjóðlega menningu alls staðar að úr heiminum á þeim tíma þegar frí var í skólanum. Hún hefur m.a. ferðast til Chile, Costa Rica, Spáns, Bretlands, Írlands og Austur-Evrópu til að auka sína þekkingu á menningu þessara landa. Caitlin hefur að baki ýmis próf í erlendum háskólum og hlaut árið 2002 ?Douglas S. Freeman Scholar Award?, sem eru ein æðstu verðlaun sem veitt eru í háskóla í Bandaríkjunum. Caitlin segir að þetta ?ferðalag? um menningarheiminn með dyggri aðstoð bóka hafi leitt hana til Íslands. Orðrómur og frásagnir ferðamanna um ?einmana? eyju í Norður-Atlantshafinu þar sem áður bjuggu harðskeyttir en friðsamir víkingar og þar sem sólin skein annað hvort allan sólarhringinn eða hreint alls ekki, kveikti óstöðvandi áhuga hennar á Íslandi.

?Heima lagði ég stund á bókmenntir til að komast m.a. því hvernig hvernig fólk í öðrum menningarheimum hugsaði og hugsar í dag, og hvað veldur því að til eru svo margir og ólíkir menningarheimar viða um allan heim. Ég hóf nám á Íslandi til að leggja mig eftir rannsóknum hérlendis á sviði umhverfismála og hvernig Íslendingar taka á þeim málum.

Nú í janúarmánuði hóf ég mastersnám við raunvísindadeild Háskóla Íslands. Til að búa mig undir það hef ég setið ýmiss námskeið og fyrirlestra í íslenskri landafræði, tungumálinu og kynningu á ykkar menningu fyrir útlendinga. Ég hef orðið algjörlega heilluð af af þessari tæru náttúru hér, veðri og þeim Íslendingum sem ég hef hitt og hlakka til að sjá hvað náttúran hefur upp á að bjóða þegar sól hækkar á lofti. Ég hreinlega kvíði þess tíma þegar ég verð að yfirgefa þetta törfrandi land,? segir Caitlin Wilson.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning