Fréttir

2.7.2007

Forseti Rotary International á Íslandi

Forseti Rótarý International, Wilf Wilkinson og kona hans, Joan, koma í heimsókn til íslenska Rótarýumdæmisins í vikunni. Af því tilefni hefur verið ákveðið að halda fjölmennan Rótarýfund í Harward sal á Radisson Hótel Sögu, föstudagskvöldið 6. júlí. Hátíðafundurinn hefst kl.  19:00 með fordrykk og kvöldverður hefst klukkan 20:00.

Pétur Bjarnason umdæmisstjóri, biður alla forseta og ritara rótarýklúbba að mæta á fundinn. Hann skorar á alla klúbba höfuðborgarsvæðisins að fjölmenna á fundinn til að fagna Wilf og Joan. Forsetar og ritarar viðkomandi klúbba eru beðnir að senda Margréti á Rótarýskrifstofunni nafnalista yfir þátttakendur. Rótarýfélagar sem sitja heiðursfundinn fá skráða mætingu í klúbbi sínum.

Matseðill kvöldsins er: Heitreyktur lax í sesamhjúp í forrétt og lambafile með grænmeti og kartöflugratíni í aðalrétt með kaffi eftir mat. Hótelið býður upp á fordrykk fyrir matinn. Verð á mann er kr. 4.500 (drykkjarföng ekki innifalin).

Þetta verður fyrsta heimsókn forseta RI til Íslands frá árinu 2002 en þá heimsótti Bhichai Rattakul frá Thailandi Rotaryfélaga sína hér á landi.

Vinsamlegast hafið samband við Margréti á skrifstofunni símleiðis eða með tölvupósti: rotary@rotary.is

 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning