Fréttir

24.11.2006

Hátíðartónleikar Rótarý 7. janúar

Hinir árlegu hátíðartónleikar Rótarýs verða í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, laugardagskvöldið 7. janúar 2005, kl. 20.

Sala aðgöngumiða hefst mánudaginn 5. desember nk. og er miðasala Salarins opin virka daga kl. 9?16, hægt er að panta í síma 570 0400 og greiða þá með kreditkorti (sjá nánar www.salurinn.is).

Tónlistin er nú sem áður valin af Jónasi Ingimundarsyni og mun hann að venju annast allar kynningar á því sem fram fer.  Hann hefur ákveðið að kvöldið skuli helgað Wolfgang Amadeus Mozart í tilefni þess að á árinu verða liðin 250 ár frá fæðingu þessa mikla snillings - en afmælisins verður frá áramótum minnst um allan heim.

Miðaverð er ennþá hagstæðara en  undanfarin ár eða kr. 2.500, sem teljast reifarakaup fyrir fágæta kvöldstund -- ljúfa tónlist, frábæra listamenn og félagsskap sem ekkert jafnast á við. -  Mælst er til að fólk mæti prúðbúið til hátíðartónleikanna.

 

Píanóleikarinn ungi og efnilegi Víkingur Heiðar Ólafsson, sá sem fékk viðurkenningu Rótarý á sl. ári, leikur á píanó af sívaxandi færni sinni, bæði einleik og með félögum úr Blásarakvintett Reykjavíkur.  Ung og glæsileg sópransöngkona, Margrét Sigurðardóttir, sem vakið hefur verðskuldaða athygli fyrir söng sinn og fjölþætta tónlistargáfu, syngur við undirleik Jónasar.

 

Tónlistarverðlaun Rótarý, sem efnt var til á 100 ára afmæli hreyfingarinnar í fyrra, verða nú veitt öðru sinni.  Styrkþeginn er leynigestur kvöldins ? en hann mun einnig leika á tónleikunum.

 

Stefnt er að því að bjóða upp á léttar guðaveigar í hléinu að venju.

 

Félagar eru eindregið hvattir til að láta ekki tónleikana fram hjá sér fara -- og bjóða gjarna með sér vinum til að njóta tónlistarinnar og kynnast um leið þeim góða og holla anda sem í Rótarýhreyfingunni ríkir.

 

Sala aðgöngumiða hefst mánudaginn 5. desember nk. og er miðasala Salarins opin virka daga kl. 9?16, hægt er að panta í síma 5 700 400 og greiða þá með kreditkorti (sjá nánar www.salurinn.is).

Ef aðsókn gefur tilefni til verða tónleikarnir endurteknir sunnudagskvöldið 8. janúar  ? en í fyrstu verður aðeins skráð á biðlista 8. jan. þar til séð verður hver aðsókn verður

 

Stjórnir klúbbanna eru hvattar til að láta ganga lista á fundum sínum og, ef henta þykir, skipa tilsjónarmann vegna tónleikanna er sjái um að allir klúbbfélagar eigi kost á að rita nöfn sín og afhendi lista til Salarins. Skrá þarf nafn, fjölda miða, taka við greiðslu eða skrá númer og gildistíma Visa eða Euro kreditkorts. Ekki verður tekið við pöntunum án greiðslu eða ávísunar á greiðslukort.

 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning