Fréttir
  • Forseti tekur við fána frá umdæmisstjóra

19.10.2012

Umdæmisstjóri í heimsókn.

Kristján Haraldsson umdæmisstjóri heimsótti Rótarýklúbb Sauðárkróks

Kristján Haraldsson umdæmisstjóri heimsótti Rótarýklúbb Sauðárkróks þann 18. október s.l. Auk hefðbundinnar dagskrár flutti umdæmisstjóri greinargóða og áhugaverða hugvekju um rótaryhreyfinguna, hugsjónir hennar og verkefni og hvernig félagsskapurinn stulðar að því að gera meðlimi sína að betri manneskjum.  

Umdæmisstjóra Kristjáni Haraldssyni þakkað fyrir heimsóknina.Eins notaði hann tækifærið og veitti Pétri Bjarnasyni rótarýfélaga ársmerki hreyfingarinnar. Forseti klúbbsins, Jóel Kristjánsson, var fjarverandi en varaforseti stýrði fundi og þakkaði umdæmisstjóra heimsóknina til klúbbsins og færði honum að gjöf frá klúbbnum eintak af Sögu Sauðárkróks ásamt fána klúbbsins. Rótarýklúbbur Sauðárkróks óskar Kristjáni Haraldssyni umdæmisstjóra velfarnaðar í starfi og til hamingju með verkefni sitt í þágu Rótaryhreyfingarinnar á Íslandi.

Kristján Haraldsson veitir Pétri Bjarnasyni orðu hreyfingarinnar