Golfmót Rótarýumdæmisins á Íslandi
Golfmót Rótarýumdæmisins á Íslandi sem fram fer á hverju ári verður að þessu sinni í umsjá Rótarýklúbbs Seltjarnarness og verður mótið haldið á Húsatóftavelli við Grindavík fimmtudaginn 28. júní n.k. Skráning fer fram hjá Ólafi Inga: olingi@islenska.is og eða á vefsíðu Golfsambands Íslands: www.golf.is á mótaskrá, þar sem finna má Rótarýmótið hjá GG á dagsetningunni 28. júní. Best er að skrá sig á báðum stöðum og láta fylgja með í póstinum hvaða Rótarýklúbbi fólk tilheyrir. Annars göngum við frá öllum smáatriðum á staðnum.
Eins og venjan er verður keppt í punktakeppni með forgjöf hjá einstaklingum og sveitum. Þar að auki verða veitt verðlaun fyrir besta skor (brutto) einstaklinga og næst holu á öllum par 3 brautum. Einnig verður verðlaunað fyrir lengsta teighögg á einhverri brautanna, en hverri mun ráðast af vindátt á mótsdag!
Makar rótarýfélaga eru velkomnir og hafa þeir möguleika á að keppa til allra verðlauna utan sveitarkeppninnar en þar telja tveir bestu rótarýfélagar frá hverjum klúbbi.
Frá klukkan 12 á hádegi verður súpa í boði, en ræst verður út af öllum teigum samtímis kl. 13:00 stundvíslega. Farið verður yfir röðun á teiga, keppnisfyrirkomulag, staðarreglur o.fl., stundarfjórðungi áður en leikur hefst.
Að móti loknu gæðum við okkur á grilluðu lambi og afhendum verðlaun og gleðjumst yfir úrslitunum. Einnig verður dregið úr skorkortum og klúbbur valinn til að annast mótshald 2013.
Skráning
Skráning fer fram hjá Ólafi Inga: olingi@islenska.is og eða á vefsíðu Golfsambands Íslands: www.golf.is á mótaskrá, þar sem finna má Rótarýmótið hjá GG á dagsetningunni 28. júní. Best er að skrá sig á báðum stöðum og láta fylgja með í póstinum hvaða Rótarýklúbbi fólk tilheyrir. Annars göngum við frá öllum smáatriðum á staðnum.
Þátttökugjald er kr. 7.000 á mann.
Nánari upplýsingar veita eftir taldir félagar í Rótarýklúbbi Seltjarnarness:
Egill Þór Sigurðsson, gsm: 8215707, netfang: egill@egilsson.is
Kristinn Ólafsson, gsm: 8964436, netfang: kristinn@sjonlag.is
Ólafur Ingi Ólafsson, gsm: 8242156, netfang olingi@islenska.is