Verðandi umdæmisstjóri
Hver umdæmisstjóri situr í embætti í eitt ár. Hann starfar þó mun lengur því val á umdæmisstóra fer fram 24-30 mánuðum áður en hann tekur við embætti. Á þeim tíma undirbýr verðandi umdæmisstjóri starfsár sitt, setur sér markmið, gerir starfsáætlun og velur sér samstarfsfólk.
Val á umdæmisstjóra:
15. janúar: Umdæmisstjóri kallar eftir tillögum að verðandi umdæmisstjóra frá rótarýklúbbunum.
15. mars: Skilafrestur rótarýklúbbanna. Klúbbarnir geta tilnefnt félaga úr eigin röðum eða úr öðrum rótarýklúbbi þó með samþykki þess klúbbs. Tillaga klúbbs skal samþykkt á reglulegum klúbbfundi og staðfest af ritara klúbbsins.
30. mars: Valnefnd skilar tillögum sínum. Valnefnd er ekki bundin af tillögum klúbbanna heldur ber að velja hæfasta einstaklinginn til starfsins.
7. apríl: Síðasti dagur fyrir umdæmisstjóra að tilkynna niðurstöðu valnefndar og kynnir að frestur fyrir að ítreka tilnefningu þeirra sem áður höfðu verið tilnefndir sé 21. apríl.
21. apríl: Skilafrestur á ítrekun tilnefninga. Ef engin ítrekun berst eða ef ítrekun hafur ekki stuðning nógu margra klúbba verður tillaga valnefndar tillaga umdæmisstjóra og skal hún tilkynnt klúbbforsetum innan 15 daga.
Ef lögmæt ítrekun berst er kosið á milli tilnefndra í bréflegri kosning meðal klúbbanna og niðurstaðan kynnt í júlí mánaðarbréfi umdæmisstjóra.