Umdæmisþing

72. umdæmisþing Rótarý á Íslandi

Mosfellsbæ, 6.-7. október 2017

72. umdæmisþing Rótarý á Íslandi verður haldið í Mosfellsbæ dagana 6. og 7. október 2017 í boði Rótarýklúbbs Mosfellssveitar.

Það er okkur félögunum í Rótarýklúbbi Mosfellssveitar sönn ánægja að bjóða ykkur ásamt mökum innilega velkomin á þingið og við vonum að sjá sem flesta Rótarý félaga og maka koma til okkar í Mosfellsbæinn. Munum við ekkert til spara til að gera heimsókn ykkar skemmtilega og eftirminnilega.

Dagskrá þingsins verður sambland af fróðleik og skemmtun ásamt hefðbundnum þingstörfum og er það von okkar að þinggestir njóti vel samverunnar. 

  • Gert er ráð fyrir að forsetar, ritarar og gjaldkerar allra rótarýklúbba landsins mæti og verða sérstakir fræðslufundir fyrir þessa embættismenn klúbbanna á laugardeginum.
  • Eins og fram kemur í dagskrá þingsins hefst móttaka Þinggesta og afhending þinggagna  kl. 17 föstudaginn 6. október í nýja golfskálanum Kletti í Mosfellsbæ (sjá kort
  • Móttaka í boði Mosfellsbæjar hefst kl 18.
  • Setning þingsins er kl 19:00 og rótarýfundur í beinuframhaldi.  Þar verður frú Eliza Reid forsetafrú með erindi kvöldsins.
  • Þinghald hefst kl 9:15 í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ með vinnufundum embættismanna klúbbana.
  • SKRÁNING: Opnað hefur verið fyrir vefskráningu og eru rótarýfélagar hvattir til að skrá sig ásamt mökum sínum sem fyrst.
  • Skráið ykkur hér
  • GISTING: Takmarkaður fjöldi herbergja hefur verið tekinn frá á Hótel Laxnesi á sérstöku verði og gilda þau verð til 27. september. Eftir það gilda almenn verð. Sjá nánar hér.

Sendum ykkur öllum bestu rótarýkveðjur og vonumst til að sjá ykkur sem flest í Mosfellsbænum í október.

Ásta Björg Björnsdóttir, formaður undirbúningsnefndar
Jóhanna Hansen, forseti Rótarýklúbbs Mosfellsveitar


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning