Umdæmisstjóri
Umdæmisstjóri er fulltrúi Rótarýhreyfingarinnar svo og alþjóðahreyfingarinnar í umdæminu. Kjör hans fer fram í umdæminu en er staðfest á allsherjarþingi Rotary International.
Umdæmisstjóri er kosinn til eins árs og skal hafa gegnt embætti klúbbforseta.
Umdæmisstjóri á að styðja klúbbana í starfi, hvetja þá og fræða og stuðla að stofnun nýrra klúbba. Hann skal á starfsárinu heimsækja alla klúbba a.m.k. einu sinni. Hann er tengiliður klúbbanna, bæði innanlands og við alþjóðahreyfinguna. Hann gefur reglulega út mánaðarbréf til forseta og ritara, sem sent er í klúbbana og jafnframt birt á vefsíðu umdæmisins.
Umdæmisstjóri stendur fyrir árlegu umdæmisþingi og nýtur þar fulltingis klúbbfélaga sinna.
Sjá nánar um störf umdæmisstjóra á bls. 19 í Manual of Procedure 2013.
- Netfang umdæmisstjóra er umdstjori@rotary.is