Umdæmisstjóri 2017-2018
 • 2302523009_Knutur_Oskarsson

Knútur Óskarsson

umdæmisstjóri 2017-2018

Félagi í Rótarýklúbbi Mosfellssveitar frá 1986

Persónulegar upplýsingar

Knútur er fæddur 23. febrúar 1952. Hann er kvæntur Guðnýju Jónsdóttur sjúkraþjálfara og eiga þau heimili að Leirutanga 18 í Mosfellsbæ.

Rótarý

 • Knútur  gekk í Rótarýklúbb Mosfellssveitar 04.03. 1986.
 • Var forseti Rótarýklúbbs Mosfellssveitar starfsárið árið 1993 -1994  og aftur forseti klúbbsins starfsárið 2011 - 2012.
 • Hefur einnig setið í stjórn klúbbsins sem gjaldkeri og ritari, starfað í nefndum og sinnt ýmsum trúnaðarstörfum á vegum klúbbsins um árabil.
 • Formaður  PolioPlus verkefnisins umdæmisins starfsárið 2011 - 2012.
 • Aðstoðarumdæmisstjóri frá júlí 2012 til júní 2015.

Menntun

 • Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun – 30 einingar verkfræðideild Háskóla Íslands 2003/2004. Vottaður verkefnastjóri, stig C – janúar 2005 (Certificated Project Management Professional / IPMA Level C) – Verkefnisstjórnunarfélag Íslands.
 • Viðskiptafræðingur /hagfræðingur/Cand Eocon frá Háskóla Íslands í júní 1977.
 • Stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri í júní 1972.

Knútur Óskarsson og Guðný JónsdóttirAtvinna og reynsla

Núverandi staða

 • Eigandi, verkefnastjóri og stjórnarformaður hjá Endurhæfingu – þekkingarsetri frá apríl 2004.

Fyrri atvinna

 • Framkvæmdastjóri og eigandi Come-2 Iceland DMC síðar Ísland DMC ehf. (Destination Iceland ) og BSÍ frá 1994 - 2004. 
 • Framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands ásamt vinnu fyrir Ferðamálaráð Íslands og Samgönguráðuneytið 1992 - 1996.
 • Framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofunnar Úrvals og síðar Úrvals-Útsýnar 1986 – 1991.
 • Vinnuveitendasamband Íslands – framkvæmdastjóri Sambands fiskvinnslustöðva 1984 - 1986. 
 • Deildarstjóri innanlandsdeildar Ferðaskrifstofunnar Úrvals ehf. 1980 - 1984.
 • Deildarstjóri hjá Ferðamálráði og Ferðamálasjóði 1977 - 1980.

Annað

 • Einn af stofnendum Reykjavíkurmaraþons árið 1984 og situr í stjórn þess.
 • Í stjórn SH – Samtök heilbrigðisfyrirtækja innan SVÞ frá 2011.
 • Nefndarstörf o. fl. fyrir Samtök ferðaþjónustunnar 2000 - 2004.
 • Formaður útgáfustjórnar um útgáfu á Æviskrám stúdenta Menntaskólans á Akureyri – spannar tímabilið frá upphafi skólans til ársins1973.
Þema 2017-2018

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning