Fréttir frá umdæmisstjóra

28.6.2018 : Kveðja frá fráfarandi umdæmissstjóra

Knúti Óskarssyni

Kæru rótarýfélagar


Tíminn líður hratt og senn er Rótarýárið liðið.
Ég vil þakka ykkur, kæru vinir í Rótarý, fyrir samferðina á þessu viðburðarríka ári. Sérstaklega fannst okkur Guðnýju ánægjulegt að heimsækja klúbba landsins, hafa tækifæri til að eiga samtal við rótarýfélaga og kynnast mismunandi siðum og venjum í hverjum klúbbi. Því enginn klúbbur er eins.
Auk hefðbundinna starfa umdæmisstjóra  voru nokkur verkefni, sem ég vildi sérstaklega vinna að á starfsárinu og ég kynnti fyrir verðandi forsetum, riturum og gjaldkerum starfsársins 2017-2018 á fræðslumóti í Kópavogi  11. mars 2017 og í heimsóknum mínum til ykkar í haust.
Vildi ég snúa við þeirri þróun að rótarýfélögum hefur farið aðeins fækkandi undan farin ár bæði á Íslandi og öðrum vestrænum löndum. Þetta markmið náðist því rótarýfélögum fjölgaði lítillega á Íslandi á starfsárinu. Einnig mæltist ég til þess að einstakir klúbbar greiddu sem samsvaraði 50 dollara á mann í frjálsum framlögum til góðgerðarmála í Rótarýsjóðinn.
Lesa meira

27.9.2015 : Öflugt klúbbstarf

Rótarýhreyfingin er alþjóðleg mannúðarhreyfing og þess skulum við ávallt minnast þegar við fjöllum um Rótarý. Hin algildu einkunnarorð Rótarý „Þjónusta ofar eigin hag“ eiga því alls staðar við og ber ávallt að hafa í huga, hvort heldur er í klúbbstarfi eða á alþjóðavettvangi, hvort sem er í leik eða starfi. Rótarýfélagar eiga ávallt að vera viðbúnir að leggja lið án þess að huga að eigin ávinningi. Lesa meira

27.9.2015 : Umdæmisþing Rótarý framundan

Skráning er í gangi

Undirbúningur að umdæmisþingi rótarýumdæmisins á Íslandi í Borgarnesi 9. og 10. október nk. er nú á lokastigi. Allar upplýsingar um þingið, skráningu á það og dagskrá þess er að finna á heimasíðunni www.rotary.is á slóðinni:
http://www.rotary.is/rotaryumdaemi/Umdaemisthing/umdaemisthing-2015 Lesa meira

27.9.2015 : Stefnuskrá alþjóðaforseta

Klúbbar geta fengið viðurkenningu nái þeir markmiðum sínum

Alþjóðaforsetinn K.R. “Ravi” Ravindran hefur sett fram sína stefnuskrá „Prestidential Citation“. Þar er að finna þau markmið og verkefni sem hann ætlast til að klúbbarnir tileinki sér og takist á við á þessu starfsári. Stefnuskránni var dreift á fræðslumótunum. Umdæmisstjóri hefur látið þýða hana á íslensku og verður henni dreift til klúbbanna innan tíðar. Þeir klúbbar sem ná að uppfylla ákveðinn hluta af markmiðum og verkefnum stefnuskrárinnar fá síðan sérstaka viðurkenningu alþjóðaforseta fyrir árangursríkt starf á árinu 2015-16. Lesa meira

27.9.2015 : Nýir rótarýfélagar - Nýir rótarýklúbbar

Þó mikilvægt sé að efla og styrkja starfið í rótarýklúbbunum þá er einnig mikilvægt að kynna Rótarý fyrir þeim sem utan hreyfingarinnar standa og fá þá til að huga að inngöngu í rótarýklúbb. Hver félagi í rótarýklúbbi ætti að hafa það sem markmið að afla nýs félaga í klúbbinn og þar með styrkja og efla hann. Með nýjum félaga koma ný sjónarmið. Lesa meira

27.9.2015 : Heimsóknir í klúbba

Við Steinunn kona mín erum nú að heimsækja rótarýklúbba vítt og breitt um landið og það er afar ánægjulegt verkefni. Við höfum hvarvetna fengið frábærar móttökur og ég finn ekki annað en að það sé kraftur í Rótarý á Íslandi. Vitanlega eru aðstæður misjafnar og möguleikar breytilegir. Ég stefni að því að ljúka heimsóknum í nóvember og allir heimsóknardagar eru nú staðfestir. Ég verð í sambandi við forseta um nánari tilhögun eftir því sem fram vindur.
 Magnús B. Jónsson umdæmisstjóri.
Lesa meira

Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning