Fréttir frá umdæmisstjóra

16.12.2013

Mikið og öflugt starf í klúbbunum vakti athygli okkar

Heimsóknum í klúbbana lokið

Á haustmánuðum höfum við hjónin átt þess kost að heimsækja alla Rótarýklúbba landsins. Án undantekninga hafa þessar heimsóknir verið ánægjulegar og gefandi. Mikið og öflugt starf í klúbbunum vakti athygli okkar. Hvarvetna er verið að vinna að samfélagsverkefnum, sem undantekningarlaust styrkir nærsamfélag klúbbana. Höldum áfram á þessari braut.

Um leið og við Jóhanna sendum ykkur Rótarýfélögum um land allt hugheilar jól- og nýársóskir,  þá viljum við þakka ykkur fyrir hlýjar móttökur í haust.

„Virkjum Rótarý til betra lífs“

Björn Bjarndal Jónsson umdæmisstjóri Rótarýumdæmis 1360
sími 899 9302, umdstjori@rotary.is


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning