Fréttir frá umdæmisstjóra
Vörpum ljósi á Rótarý
Rótarýþing 10. og 11. október 2014
Félagar í Rótarýklúbbnum Görðum hafa unnið mikið við undirbúning á næsta umdæmisþingi sem haldið verður í Garðabæ 10.-11. október nk. Þema þingsins er „Vörpum ljósi á Rótarý“ sem eru einkunnarorð starfsársins 2014-2015.
Dagskráin er metnaðarfull og drög að henni eru þegar komin á netið. Forsetar og ritarar allra rótarýklúbba mæta á þingið og vonast er til að gjaldkerar sjái sér fært að mæta því stutt fræðsla verður fyrir forseta, ritara og gjaldkera klúbbanna. Allir rótarýfélagar og makar þeirra eru velkomnir. Skráning á netinu hefst von bráðar en verið er að vinna að tölvukerfinu. Nú þegar er hægt að bóka gistingu á Grand Hótel. Aðeins þarf að tilgreina Rótarý til að fá verðið sem samið hefur verið um, sem er tveggja manna herbergi á 15.500 kr. og eins manns herbergi á 14.900 kr. allt með morgunmat.